Fann loksins tölvu þar sem ég gat sett upp íslenskt lyklabord!!! Tekur örugglega smá stund að venjast því að þurfa ekki lengur ad víxla y og z og að æ-ið er ekki ö og svoleiðis svo að ef það eru furðulegar stafsetningarvillur héran á víð og dreif þá er það ekki mér að kenna...
Það er búið að vera alver rosalega gaman hérna í vín, stöðugir fundir og stöff á daginn og svo farið út að baroða ogþaðað farið að partýast öll kvöld og fram undir morgunn og sofið í þrjá tíma áður en maður þarf að fara á Conference session eða exchange session eða einhvern annan fund...
Reyndar er Ásdís óheppnari en ég því hún VERÐUR að vera á Conference sessionunum, en það er bara "heppilegra" að ég sé þar líka (á næsta ári (í Kólumbíu) verður það samt ég sem VERÐ að mæta á þau öll).
Ég er búin að vera svo mikil gella núna, keypti helling af nýjum fötum áður en ég fór og er búin að vera á háum hælum næstum allan tímann (Ásdís reyndar hlær og segir að þessir hælar séu ekki nógu stórir til að vera kallaðir "háir"...).
Kannski meira seinna, -við sjáum til...
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli