mánudagur, janúar 05, 2004

Og svo af því að það er í tísku þessi mánaðarmót þá er hérna tilraun til að gera upp árið.

Árið 2003:
Janúar... man ekkert hvað gerðist. febrúar... hvernig á maður að muna svona langt aftur í tímann? mars... svoldið óljóst, -kynntist ég ekki fleiri skólafélögum??? apríl... afdrifaríkt fyllerí, leiddi af sér allt heila IAESTE klabbið

maí... hélt ekki upp á afmælið mitt. Kosin í skemmtinefnd og IAESTE fulltrúi. júní... fór í eitt besta ferðalag sumarsins! THERMAL HILL je beibí je!!! júlí... mörg fleiri ferðalög, mikið IAESTEAST, mörg partý, leiðinlegur vinnutími ágúst... Big North og Danmerkurferð með 2 daga stoppi í sveitinni í millitíðinni, gæti ekki hafa verið betra! Kem heim frá útlandinu og megnið af fjölskyldunni er stungið af til Noregs...

september... Byrja að spila bandý. Nánast allir IAESTE farnir heim *grát*. Fjölskyldan kemur heim frá Noregi og fer til Kanada. Nýti tækifærið og held partý og annað og gott ef ekki þriðja? október... er "still on top of things" í skólanum, man ekki til að það hafi gerst áður? Byrja að slida niðrá við í lok mánaðarins. But on the plus side þá skora ég fyrsta alvöru markið mitt í bandý! nóvember... fatta að það er ekki nógu sniðugt að missa svona tökin á skólanum, prófkvíðinn tekur sér bólsetu í vinstri hendi... kosin forseti IAESTE á Íslandi! desember... prófin skella á. Prófkvíðinn tekur yfirhöndina í hægri hendinni líka... Jólin og áramótin mæta á svæðið hress að vanda!

Auðvitað er ég að sleppa fullt. Allir sem ég þekki áttu afmæli á árinu. Kynntist glás af nýju fólki. Skemmti mér rosalega vel nánast allar helgar. Þóttist vera í stjórn nörd, tókst svo vel að mér er meira að segja boðið á stjórnarfundi ;-) Fór í leikhús og á danssýningar alveg hægri vinstri. Stofnaði Bimbó öðru nafni Annar hver miðvikudagur og Barbie með félögunum. Og var almennt bara í ljómandi góðu skapi og hafði það gott!

Engin ummæli: