mánudagur, janúar 05, 2004

Að snúa sólarhringnum við.

Takið eitt stykki venjulegan sólarhring. Hefjið snúninginn á að vakna á venjulegum tíma (í flestum tilfellum vel eftir hádegi). Látið daginn líða á eðlilegum hraða til kvölds. Drepið tímann eins og venjulega fram til klukkan 4 (eða þess tíma sem þið vakið yfirleitt til). Takið nú einn þátt af Coupling eða annarri gamanþáttaseríu með álíka löngum þáttum. Horfið á þáttinn og endurtakið 4 sinnum (helst með nýjum þætti í hvert skipti).
Nú ætti klukkan að vera um 6 að morgni. Stillið nú vekjaraklukku á 2 tíma svefn og (og þetta er mikilvægt) farið á fætur innan við klukkutíma frá því að hún hringir.
Nú þarf ekkert að gera nema lifa dag tvö af, eða í það minnsta fram yfir kvöldmat, fara að sofa á eðlilegum tíma (19:30-00:00 eftir smekk) og voila, sólarhringnum hefur verið viðsnúið!

Engin ummæli: