miðvikudagur, desember 13, 2006
sunnudagur, ágúst 13, 2006
laugardagur, ágúst 12, 2006
föstudagur, ágúst 11, 2006
fimmtudagur, ágúst 10, 2006
laugardagur, júlí 01, 2006
I sol og sumaryl
Held vid seum kjut, alltof mikil sol til ad eg sjai a skjainn og geti verid viss. Erum a Deftones, Primal Scream og Tool a eftir. PS: er ad brenna i hel!
föstudagur, júní 30, 2006
Svo mikil sol ad eg se ekki a simann!
Lifid er ljuft! Brjaladur hiti (og eg hef uppgötvad ad eg a BARA svört föt!)! For a Guns&Roses og Sigurros i gær. Magnad, annars er eg ekki viss hvort thad sem eg sendi i gær hafi farid inn, en roskilde.air.is er thad sem strakarnir eru ad senda inn a, endilega tekkid a thvi :-)
miðvikudagur, júní 28, 2006
Fire
Bjarki og Einsi og grillid... Einhver humoristi var ad gera heidarlega tilraun til ad kveikja i mer. Thad heppnadist ekki betur en svo ad hann kveikti i sjalfum ser, vinkonu sinni og gaskutnum
Zzz...
Hann hrytur! Erum i lest a leidinni til Køben ad gera okkur dagamun. Annars bara buid ad vera frabært hja okkur, chill, chill, chill og meira chill
þriðjudagur, júní 27, 2006
mánudagur, júní 26, 2006
föstudagur, maí 26, 2006
ahhh ég á svo mikla snilldarvini og afmælið mitt var svo mikil snilld. Eins langar mig til að segja ykkur frá ævintýrum mínum á sviði Borgarleikhúsins og hjólað í vinnunna disasterinu sem og væntanlegu niðurrifsátaki helgarinnar
En fyrst kosningar:
Sem barnlaus, íbúðarlaus, ekki í byggingarhugleiðingum og tiltölulega ópólitískt þenkjandi, liðlega tvítugur (24. ára síðasta mánudag) ungmenni, þá fæ ég ekki séð að neinn flokkur sé að gera hosur sínar grænar fyrir mér...
Samt ég er búin að kjósa og það var bara nokkuð gaman, fékk að leika mér með stimpla ein inní kjörklefa, skrifa undir yfirlýsingar og loka tveimur umslögum...
En fyrst kosningar:
Sem barnlaus, íbúðarlaus, ekki í byggingarhugleiðingum og tiltölulega ópólitískt þenkjandi, liðlega tvítugur (24. ára síðasta mánudag) ungmenni, þá fæ ég ekki séð að neinn flokkur sé að gera hosur sínar grænar fyrir mér...
Samt ég er búin að kjósa og það var bara nokkuð gaman, fékk að leika mér með stimpla ein inní kjörklefa, skrifa undir yfirlýsingar og loka tveimur umslögum...
þriðjudagur, mars 28, 2006
fimmtudagur, mars 23, 2006
Þegar ég stofna hljómsveit þá er ekki spurning um að það verða tvær skutlur með fléttur og trommukjuða spilandi einfalda marsa einhversstaðar framarlega á sviðinu. Mun svo væntanlega ekki spilla fyrir ef önnur þeirra er meintur fyrrum ólympíuþáttakandi í sundi...
Ég var semsagt á Laibach í gær, bassin var svo mikill að bjórinn minn varð flatur á no time :-)
Ég var semsagt á Laibach í gær, bassin var svo mikill að bjórinn minn varð flatur á no time :-)
sunnudagur, mars 19, 2006
föstudagur, mars 17, 2006
mánudagur, mars 13, 2006
Ekki það að þið hafði einhvern geðveikan áhuga, en ég vaknaði í morgun og áttaði mig á að mig hafði dreymt á ensku í nótt. Var ennþá hugsandi á ensku þegar ég fór í fætur á morgun til að taka á móti gestum sem ætluðu að kíkja í heimsókn á þessum fallega sunnudagsmorgni. Leið dálítil stund þar til ég fattaði að:
- # 1 - það er ekki sunnudagur
- # 2 - það eru ekki að koma neinir gestir
- # 3 - ef það er ekki sunnudagur, þá hlýtur eiginlega að vera mánudagur
- # 4 - afhverju er ég að hugsa á ensku
- # 5 - ef það er mánudagur, þarf ég þá ekki að drífa mig í vinnuna?
Svona er maður steiktur á morgnana
fimmtudagur, mars 09, 2006
MSN samtal dagsins:
vinur minn says:
þetta hljómar svona einsog múfasa brandarinn minn
vinur minn says:
úú...segðu þetta aftur....
vinur minn says:
múfasa...
vinur minn says:
úúú....híhíhí...
vinur minn says:
múfasa
Hildur Jóna says:
hehehe
vinur minn says:
múfasa
Hildur Jóna says:
og ég hlæ
vinur minn says:
múfasa
Hildur Jóna says:
HAHAHA
Og ég lagðist fram á skrifborðið og hló þangað til vinnufélagarnir voru farnir að halda að það væri eitthvað að mér...
vinur minn says:
þetta hljómar svona einsog múfasa brandarinn minn
vinur minn says:
úú...segðu þetta aftur....
vinur minn says:
múfasa...
vinur minn says:
úúú....híhíhí...
vinur minn says:
múfasa
Hildur Jóna says:
hehehe
vinur minn says:
múfasa
Hildur Jóna says:
og ég hlæ
vinur minn says:
múfasa
Hildur Jóna says:
HAHAHA
Og ég lagðist fram á skrifborðið og hló þangað til vinnufélagarnir voru farnir að halda að það væri eitthvað að mér...
fimmtudagur, febrúar 23, 2006
Fór út að borða áðan, Food and Fun í fullum gangi, mikið gaman mikið grín. Kíktum á Skólabrú, mjög næs staður, mæli með honum. Hef annars fyrir reglu að blogga ekkert mikið þegar ég er búin að drekka áfengi og hálf flaska af rauðvíni + gin og tónik eru sko alveg nóg til að aktívera þá reglu ;-)
Góða nótt!
Góða nótt!
miðvikudagur, febrúar 22, 2006
Svona fyrst við erum að tala um drauma. Þá tók Tryggvi það sérstaklega fram í síðasta kommenti að draumurinn hans hefði ekki verið martröð, mér fannst það svoldið spes því ég hreinlega veit ekki til þess að ég hafi fengið martröð nema 3 sinnum á ævinni.
Einu sinni þegar ég var svona sirka 6 ára og dreymdi að einhver (geimvera/óvættur) í gervi mömmu minnar ætlaði að drepa mig. Ég vissi samt að þetta var ekki mamma mín í alvöru því hún var með langar rauðlakkaðar neglur (sem mamma mín myndi aldrei vera með). En já, allavega þessi mömmuófreskja ætlaði að drepa mig... en ég slapp (aðallega því ég vaknaði)... hef alla tíð síðan verið frekar illa við konur með eldrauðar neglur...
Man að vísu ekki hina tvo draumana akkúrat núna, mundi þá samt þegar ég byrjaði að skrifa þetta, og þeir voru ógó :-)
Einu sinni þegar ég var svona sirka 6 ára og dreymdi að einhver (geimvera/óvættur) í gervi mömmu minnar ætlaði að drepa mig. Ég vissi samt að þetta var ekki mamma mín í alvöru því hún var með langar rauðlakkaðar neglur (sem mamma mín myndi aldrei vera með). En já, allavega þessi mömmuófreskja ætlaði að drepa mig... en ég slapp (aðallega því ég vaknaði)... hef alla tíð síðan verið frekar illa við konur með eldrauðar neglur...
Man að vísu ekki hina tvo draumana akkúrat núna, mundi þá samt þegar ég byrjaði að skrifa þetta, og þeir voru ógó :-)
þriðjudagur, febrúar 21, 2006
Í nótt dreymdi mig að ég væri að kafna. Ég var að kafna útaf sandi sem blés ofan í mig þegar ég var með Indiana Jones að chilla í eyðimörkinni. Ég var að kafna þegar hálsinn á mér hálffraus saman þegar ég kom úr cryofreeze græjunni í vísindaskáldsögudraumnum mínum. Ég var að kafna þegar ég fékk vatn ofan í mig þegar ég keppti í sundi á Ólympíuleikunum. Ég hreinlega var að kafna í öllum draumum sem ég man eftir frá því í nótt.
Held að þetta sé vísbending um að kvefið mitt sé komið á alvarlegt stig og kannski hugsanlega að ég hafi ef til vill átt erfitt með andardrátt í nótt...
Held að þetta sé vísbending um að kvefið mitt sé komið á alvarlegt stig og kannski hugsanlega að ég hafi ef til vill átt erfitt með andardrátt í nótt...
sunnudagur, febrúar 05, 2006
Talandi um áramótaheit. Ég elska þau áramótaheit sem ég hef heyrt hjá fólkinu í kringum mig... hérna er svona brot af því besta:
* Hætta að ganga í sokkubuxum (því þær eru verkfæri djöfulsins)
* Kaupa sér kjól á árinu
* Hjálpa öðrum að halda áramótaheitin sín
* Verða óstundvísari
Hvað varð um öll "hætta að reykja/drekka/djamma/fitna" heitin. Allt þetta lífstílsbreytandi dót? Nei takk, ekki fyrir mig og mitt fólk, á þeim bænum erum við öll í því að setja okkur raunhæf (lesist: auðveld) markmið.
* Hætta að ganga í sokkubuxum (því þær eru verkfæri djöfulsins)
* Kaupa sér kjól á árinu
* Hjálpa öðrum að halda áramótaheitin sín
* Verða óstundvísari
Hvað varð um öll "hætta að reykja/drekka/djamma/fitna" heitin. Allt þetta lífstílsbreytandi dót? Nei takk, ekki fyrir mig og mitt fólk, á þeim bænum erum við öll í því að setja okkur raunhæf (lesist: auðveld) markmið.
Ég er svo raddlaus!!!
Helgin búin að vera ógurleg so far... hreint út sagt ógurleg!!!
5 manns eiga ekki að geta stútað heilum kút á einu kvöldi (jafnvel ekki þó svo að þeir fái smá hjálp frá handóðum fiktara sem fannst geðveikt sniðugt að droppa kertum í bjórinn...)
Chillað júróvisjón gláp undir teppi leystist svo upp í gríðar góða vitleysu í gær. Sex mann megapartý, dansað uppá borðum og almenn ólæti stundum af miklu kappi. Svo var farið í bæinn, þar sem áðurnefndur handóður fiktari komst langleiðina með að efna áramótaheitið sitt. En það fólst einmitt í því að djamma meira með Gaxel á þessu ári heldur en síðasta.
Helgin búin að vera ógurleg so far... hreint út sagt ógurleg!!!
5 manns eiga ekki að geta stútað heilum kút á einu kvöldi (jafnvel ekki þó svo að þeir fái smá hjálp frá handóðum fiktara sem fannst geðveikt sniðugt að droppa kertum í bjórinn...)
Chillað júróvisjón gláp undir teppi leystist svo upp í gríðar góða vitleysu í gær. Sex mann megapartý, dansað uppá borðum og almenn ólæti stundum af miklu kappi. Svo var farið í bæinn, þar sem áðurnefndur handóður fiktari komst langleiðina með að efna áramótaheitið sitt. En það fólst einmitt í því að djamma meira með Gaxel á þessu ári heldur en síðasta.
fimmtudagur, febrúar 02, 2006
Haha var að ræða við einn á MSN um einelti. Hann var að skjóta á hvern ég myndi helst leggja í einelti og ég svaraði að ég hefði nú oft verið leiðinleg við hann sjálfan.
Hann vildi nú ekki kannast við það, en ég tjáði honum þá að ég hefði náttúrulega farið á bak við hann með það (og þar með væntanlega skemmt helling fyrir honum).
Núna ligg ég hérna í kasti... finnst nefninlega svo frábært konsept að labba upp að einhverjum og tilkynna honum að maður hafi lagt hann í einelti behind his back...
Vá veit ekki hvort þið skiljið hvað ég er að meina eða fattið brilljansinn í þessu, get allavega ekki útskýrt það betur. Kannski er ég bara með lélegan húmor og hefði átt að sleppa þessum bjór áðan og vera löngu farin úr vinnunni... eða kannski er ég bara misskilinn snillingur!
Já ég held ég velji síðari kostinn
Hann vildi nú ekki kannast við það, en ég tjáði honum þá að ég hefði náttúrulega farið á bak við hann með það (og þar með væntanlega skemmt helling fyrir honum).
Núna ligg ég hérna í kasti... finnst nefninlega svo frábært konsept að labba upp að einhverjum og tilkynna honum að maður hafi lagt hann í einelti behind his back...
Vá veit ekki hvort þið skiljið hvað ég er að meina eða fattið brilljansinn í þessu, get allavega ekki útskýrt það betur. Kannski er ég bara með lélegan húmor og hefði átt að sleppa þessum bjór áðan og vera löngu farin úr vinnunni... eða kannski er ég bara misskilinn snillingur!
Já ég held ég velji síðari kostinn
þriðjudagur, janúar 31, 2006
föstudagur, janúar 27, 2006
fimmtudagur, janúar 19, 2006
Gjörsamlega búin á því, búin já ég meina búin. Bandýtíminn í dag var rosalegur, nokkrir hressir gaurar að austan sem spæsuðu þetta upp sem og einn finni og einn svíi. Hrikalegur kraftur og hraði og loksins smá brútalismi í þetta!
Svo kom þetta náttúrulega beint á hælana á fyrsta Neoklassíska ballettímanum mínum svo þetta var ekkert grín.
Samt er efst í huga mér þessa stundina "Hvar var Júlli?"
Svo kom þetta náttúrulega beint á hælana á fyrsta Neoklassíska ballettímanum mínum svo þetta var ekkert grín.
Samt er efst í huga mér þessa stundina "Hvar var Júlli?"
mánudagur, janúar 02, 2006
Best of 2005 (áskil mér fullan rétt til breytinga og viðbóta)
Kanadaferðin
Kólumbíuferðin
Virkilega vel heppnuð önn í stjórn Nörd (kommon, skila hagnaði, það er ekkert grín)
Afmælispartý ársins (sem svo heppilega vildi til að var afmælið mitt)
Byrja í vinnunni
Allar sjóþotuferðir ársins!!!
Þórsmerkur ferðin (með vinnunni)
Japanferðin (með Þórunni og Eyrúnu)
Póllandsferðin (með vinnunni)
Danmerkurferðin (með Þórunni)
Ohh þetta var svo mikið snilldar ár! Held það eigi eftir að reynast erfitt að toppa það, but I will overcome!!!
Kanadaferðin
Kólumbíuferðin
Virkilega vel heppnuð önn í stjórn Nörd (kommon, skila hagnaði, það er ekkert grín)
Afmælispartý ársins (sem svo heppilega vildi til að var afmælið mitt)
Byrja í vinnunni
Allar sjóþotuferðir ársins!!!
Þórsmerkur ferðin (með vinnunni)
Japanferðin (með Þórunni og Eyrúnu)
Póllandsferðin (með vinnunni)
Danmerkurferðin (með Þórunni)
Ohh þetta var svo mikið snilldar ár! Held það eigi eftir að reynast erfitt að toppa það, but I will overcome!!!
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)