Svona fyrst við erum að tala um drauma. Þá tók Tryggvi það sérstaklega fram í síðasta kommenti að draumurinn hans hefði ekki verið martröð, mér fannst það svoldið spes því ég hreinlega veit ekki til þess að ég hafi fengið martröð nema 3 sinnum á ævinni.
Einu sinni þegar ég var svona sirka 6 ára og dreymdi að einhver (geimvera/óvættur) í gervi mömmu minnar ætlaði að drepa mig. Ég vissi samt að þetta var ekki mamma mín í alvöru því hún var með langar rauðlakkaðar neglur (sem mamma mín myndi aldrei vera með). En já, allavega þessi mömmuófreskja ætlaði að drepa mig... en ég slapp (aðallega því ég vaknaði)... hef alla tíð síðan verið frekar illa við konur með eldrauðar neglur...
Man að vísu ekki hina tvo draumana akkúrat núna, mundi þá samt þegar ég byrjaði að skrifa þetta, og þeir voru ógó :-)
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli