sunnudagur, febrúar 05, 2006

Talandi um áramótaheit. Ég elska þau áramótaheit sem ég hef heyrt hjá fólkinu í kringum mig... hérna er svona brot af því besta:

* Hætta að ganga í sokkubuxum (því þær eru verkfæri djöfulsins)
* Kaupa sér kjól á árinu
* Hjálpa öðrum að halda áramótaheitin sín
* Verða óstundvísari

Hvað varð um öll "hætta að reykja/drekka/djamma/fitna" heitin. Allt þetta lífstílsbreytandi dót? Nei takk, ekki fyrir mig og mitt fólk, á þeim bænum erum við öll í því að setja okkur raunhæf (lesist: auðveld) markmið.

Engin ummæli: