þriðjudagur, febrúar 21, 2006

Í nótt dreymdi mig að ég væri að kafna. Ég var að kafna útaf sandi sem blés ofan í mig þegar ég var með Indiana Jones að chilla í eyðimörkinni. Ég var að kafna þegar hálsinn á mér hálffraus saman þegar ég kom úr cryofreeze græjunni í vísindaskáldsögudraumnum mínum. Ég var að kafna þegar ég fékk vatn ofan í mig þegar ég keppti í sundi á Ólympíuleikunum. Ég hreinlega var að kafna í öllum draumum sem ég man eftir frá því í nótt.

Held að þetta sé vísbending um að kvefið mitt sé komið á alvarlegt stig og kannski hugsanlega að ég hafi ef til vill átt erfitt með andardrátt í nótt...

Engin ummæli: