mánudagur, mars 13, 2006

Ekki það að þið hafði einhvern geðveikan áhuga, en ég vaknaði í morgun og áttaði mig á að mig hafði dreymt á ensku í nótt. Var ennþá hugsandi á ensku þegar ég fór í fætur á morgun til að taka á móti gestum sem ætluðu að kíkja í heimsókn á þessum fallega sunnudagsmorgni. Leið dálítil stund þar til ég fattaði að:

  • # 1 - það er ekki sunnudagur
  • # 2 - það eru ekki að koma neinir gestir
  • # 3 - ef það er ekki sunnudagur, þá hlýtur eiginlega að vera mánudagur
  • # 4 - afhverju er ég að hugsa á ensku
  • # 5 - ef það er mánudagur, þarf ég þá ekki að drífa mig í vinnuna?

    Svona er maður steiktur á morgnana

Engin ummæli: