fimmtudagur, ágúst 18, 2005

Skyndihugdettur er snilld.

Ákvað að fara til Póllands, nýja planið mitt gerir ráð fyrir að ég fari til Japan, sé á miðri leið heim (í London) og í staðinn fyrir að fara á fallega sætinu mínu hjá Icelandair heim þá haska ég mér í næsta flug sem er til Varsár í Póllandi. Lendi þar seint á föstudagskvöldi, tékki mig inn á mega 5 stjörnu Radison SAS hótel, vakna daginn eftir og Póllandast eitthvað, árshátíðin hjá vinnunni um kvöldið, Póllandast eitthvað á sunnudeginu og fer svo heim með þeim.

Það eina sem er ekki frágengið er að ég komist heim og eigi pantað á hótelinu, en það reddast...

Engin ummæli: