10 dagar, mín bara orðin nokkuð spennt! Japan rétt handan við hornið og verður stöðugt óraunverulegra. Kannski svoldið fjarstæðukennt en því nær sem dregur að ferðinni þeim mun ólíklegra finnst mér að ég sé að fara. Ekki það að ég sé eitthvað að hætta við, langt því frá, bara eitthvað svo hæpið að litla ég sé að fara til Asíu, nánar tiltekið Japan.
Fyrsta ferðalagið sem við Þórunn leggjumst í, samt höfum við verið frábærar vinkonur (og ferðalagskellingar) síðan sumarið áður en við byrjuðum í 6 ára bekk, sem gera 18 ár.
Já sumarið '87 var gott sumar, kynntist Ingibjörgu Ösp og Þórunni, það er ekki á hverju ári sem maður kynnist tveimur svo frábærum vinum, að ógleymdum Nínu og Mörtu (einmitt sama sumar). Enda má eiginlega segja að ég hafi ekki eignast fleiri ævivini fyrr en í Menntaskóla og Háskóla.
Magnaður andskoti.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli