föstudagur, október 21, 2005

Skrifað um daginn:

Hin aldeilis óviðjafnanlega ég tók minniháttar feilspor í vinnunni í dag... þetta litla spor olli því að innihald kaffibollans míns hoppaði úr bollanum og um hálfan meter í loft upp og svoldið til hliðar, áður en þyngarlögmálið vissi hvaðan á sig stóð veðrið. Þyngdarlögmálið var þó ekki lengi að átta sig og grípa þessa bollafylli eða svo af vökva og grýta því í gólfið, með slettum uppum veggina og á glervegginn inn til framkvæmdastjórans... mín er búin að vera í skúringum síðan...

Engin ummæli: