fimmtudagur, október 20, 2005
Hef verið að erveifast eins og aðrir... tók mjög skemmtilegan rúnt í gær, Cynic Guru á NASA, byrjunin á MR. Zilla, færðum okkur yfir á Gaukinn og hlustuðum á Búdrýgjindi og Dimmu áður en við gerðum tilraun til að fara á GrandRokk. Röðin náði útá götu þegar við komum og þegar hún færðist nánast ekkert þegar hljómsveitin sem var að spila hætti þá ákváðum við bara að gefa Benna hemm hemm uppá bátinn, það reyndist afbragðs hugmynd því að við löbbuðum beint inná NASA, 10 mínútum síðar var aftur á móti röð niðrá Laugaveg... enda Hermigervill alveg að gera það gott. Mín var samt orðin svo þreytt þarna undir lokin að ég ákvað að vera ekkert að bíða eftir Annie og fara bara heim að lúlla. Gott kvöld, ekki spurning, mjög gott kvöld.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli