mánudagur, október 17, 2005

Mig langar svo mikið að fara í ferðalag! Bara verst að útilegu tímabilið er búið, er ekki einhver þarna úti sem vill bjóða mér í sumarbústaðaferð?

Híhí, talandi um sumarbústaði (og þar með oftast heita potta)... var að rifja það upp í dag að mér hefur nokkrum sinnum verið boðið í pottapartý, en það hefur eiginlega aldrei heppnast...

Eitt skiptið reyndist ekki vera búið að setja upp pottinn (mjög skemmtilegt partý samt í penthouse íbúð í kópavogi, hef aldrei bragðað jafn sérstakan "mat", mæli með því).
Í annað skiptið reyndist heiti potturinn vera baðkar (og þó það væri í yfirstærð þá á það ekkert í baðkarið heima hjá mér!).
Í þriðja skiptið var potturinn bilaður, en það gerði ekkert til, við skelltum okkur bara í sundlaugina í staðinn :)

Engin ummæli: