föstudagur, október 14, 2005

Ahh ætli maður verði ekki að vera öflugri við að tjá sig hérna. Sérstaklega þar sem Júlli er búinn að bæta mér í linkana sína (held það sé bara því ég sagði að Kári væri fallegasta smábarn sem ég þekki, - maður kann lagið á þessu barnafólki).

Annars var ykkar einlæg svo óhemju dugleg á miðvikudaginn að mæta á ballet, fótbolta og bandýæfingu eftir vinnu, samtals 3,5 tíma af sprikli... er að vísu svo óhemju léleg í fótbolt (mun betri bæði í ballet og bandý) að ég tók þá einföldu pælingu að reyna að verða á vegi boltans þegar boltinn var á leiðinni í markið mín megin, en vera ekkert að trana mér fram annars.
Held það hafi verið alveg ágætis plott, er allavega með marblettina sem sanna að mér tókst það þó nokkuð oft :)

Engin ummæli: