hahahaha ég bara verð að segja ykkur frá prakkarastriki dagsins...
En fyrst smá forsaga:
Þannig er að undanfarin ár hefur alltaf farið fram páskaeggjaleit á páskadagsmorgun. Hún virkar þannig að pabbi hefur falið páskaeggin og samið vísbendingar sem vísa á aðrar vísbendingar og svo framvegis þangað til maður finnur páskaeggið. Nema hvað, í gær þegar ég impraði á því að við þyrftum að leita að páskaeggjunum voru viðbrögðin ekki þau sem ég átti von á.
Allir voru á því að við værum vaxin uppúr þessu og að þetta væri bara barnaskapur og tímasóun. Ég varð alveg hlessa, því eins og flest ykkar vita er ég elst af systkynum mínum og mér fannst þetta alls ekkert barnalegt. Mér finnst þetta nefninlega alveg snilldar hefð sem ég ætla að hafa á mínu heimili þegar ég er orðin stór.
En allavega þegar ég hafði þurrkað framan úr mér tárin og gert mitt ýtrasta til að sætta mig við þessa stöðu mála, klæddi ég mig í betri fötin og fór til Þórunnar, og einsetti mér að hugsa ekki meira um þetta að sinni.
Það var ekki fyrr en ég var að koma heim í nótt sem púkinn í mér vaknaði. Hann kvíslaði:Ef þau vilja ekki taka þátt í þessu með mér, þá neyði ég þau til þess. ÉG fel páskaeggin múwahaHAHAHAHAHAAAAAAAAAA ... og svo gerði ég það, faldi öll páskaeggin og skyldi eftir miða frá "páskaeggja-þjófinum ógurlega" þar sem sagði að Blika varðhundurinn mikli hefði staðið hann að verki, og þess vegna væru páskaeggin dreifð út um alla íbúð.
Núna er rúmur hálftími síðan systir mín vaknaði, hún er búin að leita linnulaust út um allt síðan, -en ekkert fundið... hehehe... I´m evil
sunnudagur, apríl 20, 2003
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli