laugardagur, apríl 26, 2003

Blehh ég hef verið þreytt þegar ég skrifaði síðast, I totally forgot ze funny part...

Allt gekk ágætlega þegar ég var með Ellu að línuskautast, ég reyndar datt einu sinni því ég var eitthvað svo upptekin við að horfa fram fyrir mig að ég sá ekki kantinn sem nálgaðist óðum. Lenti svo á öðru búbísinu, vont en spaugilegt.

Það var samt ekki fyrr en ég fór með Berglindi og Bliku sem hlutir fóru að gerast. Fyrst fékk ég stein inná milli hjólanna á línuskautanum svo að hægri skautinn hætti að snúast, ekkert við því að gera annað en senda Beggsið heim að sækja sextant og skrúfa draslið í sundur. Lítið mál, nema hvað Berglind var ótrúlega lengi að finna sextantana þó svo hún geri það á endanum.

Það næsta sem gerist var samt öllu verra, skyndilega kemur risagat í göngustíginn sem hafði verið fyllt uppí með grófri möl. Að sjálfsögðu drífa línuskautarnir ekki yfir það svo ég ákveð að fá hjólið hennar Beggsý lánað, og hjóla bara á línuskautum yfir þetta. Fólkið sem var fyrir aftan okkur fannst þetta alveg óskaplega fyndið, but I can live with that.
Þegar ég er komin yfir mölina stoppa ég hljólið í smá brekku og stíg af. Nema hvað. Hvernig fer maður af hjóli, lyftir annari löppinni yfir hnakkinn og setur hana svo niður, right??? Ekki sniðugt fyrir fólk á línuskautum í brekku. Löppin sem átti að standa styrk rann bara eitthvað í burtu og fell við og fipast allri. Tekst á einhvern snilldarlegan hátt að krækja brjóstahaldaranum í hnakkinn og rífa hann (bh-inn sko, ekki hnakkinn) og er bara öll eins og einhver skítaplebbi og skammast mín niðrí tær.
Fólkinu sem áður hafði hlegið þegar ég hjólaði yfir mölina, hlær náttúrulega ennþá meira núna. Og þegar þau taka fram úr okkur tekur eitt þeirra utanum mig og spyr blíðlega "Er ekki allt í lagi með þig???", ég var alveg eins og algjör asni svaraði bara skömmustusamlega "Jú jú..."

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ja, sennilega svo pad er