laugardagur, apríl 05, 2003

Er ég dugleg eða er ég biluð??? Var rétt í þessu að klára sauma glærahlýra á brjóstahaldara svo ég geti dansað í honum á morgun. Hef samt haft alla vikuna til að gera þetta, en neeeeei ég þar að fresta öllu fram á síðustu stundu. Það versta er samt að ég man að það var eitthvað eitt annað sem ég þarf að gera eða redda mér fyrir þessa sýningu í fyrramálið, -ég get bara ómögulega munað hvað það er...

Annars þá var ég í vísindaferð með Rúnu og viðskiptafræðinni. Mér leið ekkert alltof vel svona siglandi undir fölsku flaggi, huggaði mig samt við að ég þekkti engann á staðnum. Nema hvað, -auðvitað þekkti ég einhvern. Taldi mig samt hólpna þar sem viðkomandi myndi örugglega ekkert muna eftir mér, annað kom á daginn. *beep*

Það var samt alveg voða gaman, svo fórum við á Astró. Hitti Guðrúnu Helgu, við dönsuðum dansinn okkar, þetta stefnir í vandamál, alltaf þegar ég hitti stelpur úr jazzi í bænum þá tökum við þennan eða hinn dansinn (sérstaklega slæmt þegar nokkrar þeirra vinna á helstu skemmtistöðum borgarinnar). Áshildur og Helgi kíktu líka á okkur á Astró og svo kom Steina og við fórum þrjár að gefa öndunum! Massastuð!!! Stuttu seinna kom Eva Hrund og við fórum að rölta og fíflast.... já, vel heppnað föstudagskvöld vona bara að morgunndagurinn verði jafn góður!!!

(óskið mér fótbrots...)

Engin ummæli: