Ég er svo dugleg, einhver ætti að gefa mér orðu eða eitthvað.
Vaknaði snemma (a.k.a. 8:30), fór á fætur, missti þar af leiðandi af Þórunni þegar hún kom að sækja hjólið sitt. Þar sem allir reiknuðu með að ég væri sofandi inní herbergi og voru eitthvað að reyna ná sambandi við mig í gegnum svefnherbergisgluggann... sillý them.
Hringdi svo í Þórunni og reyndi að fá hana með mér á línuskauta, það gekk ekki, hún var að fá gesti. Hringdi þá í Ellu ofurgellu og Evu svefnpurku, Ella var meira en lítið til í að koma með mér, en Eva var sofandi svo ekki náðist í hana.
Um tíu leytið lögðum við af stað heima frá mér (Seláshverfi) og fórum sem leið lá niður Elliðaárdalinn, gegnum Fossvoginn og alla leið útí Nauthólsvík. Áfram héldum við svo út eftir Ægissíðu, þaðan fórum við niðrí Háskóla og sóttum verkefni fyrir mig, héldum áfram niðrí miðbæ, brunuðum fram hjá tjörninni og stoppuðum á Bæjarins Bestu. Þaðan lá leiðin eftir Sæbrautinni að Sólfarinu, en þangað sótti Haffi okkur og keyrði heim.
Þetta var samt ekki búið, því þegar ég kom heim plataði ég systur mína til að fara með mér og kettinum, út í Elliðaárdal, uppí Efra Breiðholt, heim til Eyrúnar skvísu og svo stóran hring aftur heim. Kötturinn var náttúrulega alveg búinn, og hafði varla orku til að gelta á nokkrar kisur sem við mættum.
Og ég er alveg búin á því, en hvað segiði, orðu???
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli