fimmtudagur, september 22, 2005

Hmmm ég hef víst eitthvað misskilið þennan klukkleik... maður átti víst að skrifa einhverjar lítt þekktar staðreyndir um sjálfan sig, so here goes:

1. Ég hef verið ljóshærð, dökkhærð, rauðhærð og svona hærð eins og ég er núna. Með slétt hár, liðað hár og krullur, en ég hef aldrei litað á mér hárið, sléttað það né krullað (eins skiptið sem ég hef reynt að slétta það með sléttujárni þá hélt fólk ýmist að ég væri Höddi, eða liti út eins og Monika nokkur Lewinsky, það þarf víst ekki að taka það fram að sléttujárn hafa ekki komið inn fyrir mínar dyr).

2. Mér finnst popp ekki gott, en ég borða það samt

3. Minn innri maður er svolítil ljóska í sér, ég er allavega sú eina sem ég þekki sem gleymir stundum að anda, endar undantekningarlaust með því að ég fell í yfirlið

4. Ég hef rosalega gaman af "lélegum" bíómyndum.

5. Besta tilfinning sem ég veit er að keyra hratt, bíll, sjóþota eða vélsleði. Versta tilfinning sem ég veit er augnablikið sem ég missi stjórn á tækinu sem ég er að keyra.

Engin ummæli: