fimmtudagur, september 22, 2005

Ég hef verið klukkuð! Ætli maður neyðist ekki núna til að skrifa eins og einn eða tvo pósta :-)

Allavega, ég er komin heim frá Japan með stuttu stoppi í Póllandi. Ég hef ekki enn lagt í að telja nýju sokkana mína, en ég á 2,5 pör af nýjum skóm (já, ég týndi einum skó í Póllandi (árshátíðardraugurinn stelur alltaf af mér einum skó á sérhverri árshátíð sem ég hef farið á þetta árið (2)))

Japan var frábært, Pólland líka, lítið meira um það að segja...

Er þetta nóg til að teljast hafa verið afklukkaður, eða neyðist maður til að klukka einhvern annan?

Engin ummæli: