þriðjudagur, mars 04, 2003

Loggaði mig inná MSN áðan. 17 nýjir tölvupóstar. SAUTJÁN. Síðan klukkan 3 í GÆR! Og þetta var allt (nema 1) SPAM frá "vinum" mínum (and I use the term lightly...) . Næsti maður sem sendir mér leiðinlegan ruslpóst á ekki von á góðu!!!

Ekki misskilja mig, það má alveg senda mér brandara og sniðugt stöff eða bara pælingar um hvað það er leiðinlegt í tölvunarfræðitímanum sem fólk er í. En ef þetta er eitthvað fjölda framleitt "sendu þetta til milljón manns or else" þá skaltu bara gleyma því!

Ekki það að ég sé neitt reið eða OFURpirruð, en kommon sautján stykki is just to much!!!

Engin ummæli: