fimmtudagur, janúar 22, 2004
Fann loksins tölvu þar sem ég gat sett upp íslenskt lyklabord!!! Tekur örugglega smá stund að venjast því að þurfa ekki lengur ad víxla y og z og að æ-ið er ekki ö og svoleiðis svo að ef það eru furðulegar stafsetningarvillur héran á víð og dreif þá er það ekki mér að kenna...
Það er búið að vera alver rosalega gaman hérna í vín, stöðugir fundir og stöff á daginn og svo farið út að baroða ogþaðað farið að partýast öll kvöld og fram undir morgunn og sofið í þrjá tíma áður en maður þarf að fara á Conference session eða exchange session eða einhvern annan fund...
Reyndar er Ásdís óheppnari en ég því hún VERÐUR að vera á Conference sessionunum, en það er bara "heppilegra" að ég sé þar líka (á næsta ári (í Kólumbíu) verður það samt ég sem VERÐ að mæta á þau öll).
Ég er búin að vera svo mikil gella núna, keypti helling af nýjum fötum áður en ég fór og er búin að vera á háum hælum næstum allan tímann (Ásdís reyndar hlær og segir að þessir hælar séu ekki nógu stórir til að vera kallaðir "háir"...).
Kannski meira seinna, -við sjáum til...
Það er búið að vera alver rosalega gaman hérna í vín, stöðugir fundir og stöff á daginn og svo farið út að baroða ogþaðað farið að partýast öll kvöld og fram undir morgunn og sofið í þrjá tíma áður en maður þarf að fara á Conference session eða exchange session eða einhvern annan fund...
Reyndar er Ásdís óheppnari en ég því hún VERÐUR að vera á Conference sessionunum, en það er bara "heppilegra" að ég sé þar líka (á næsta ári (í Kólumbíu) verður það samt ég sem VERÐ að mæta á þau öll).
Ég er búin að vera svo mikil gella núna, keypti helling af nýjum fötum áður en ég fór og er búin að vera á háum hælum næstum allan tímann (Ásdís reyndar hlær og segir að þessir hælar séu ekki nógu stórir til að vera kallaðir "háir"...).
Kannski meira seinna, -við sjáum til...
mánudagur, janúar 19, 2004
sunnudagur, janúar 18, 2004
laugardagur, janúar 17, 2004
sunnudagur, janúar 11, 2004
föstudagur, janúar 09, 2004
miðvikudagur, janúar 07, 2004
mánudagur, janúar 05, 2004
Og svo af því að það er í tísku þessi mánaðarmót þá er hérna tilraun til að gera upp árið.
Árið 2003:
Janúar... man ekkert hvað gerðist. febrúar... hvernig á maður að muna svona langt aftur í tímann? mars... svoldið óljóst, -kynntist ég ekki fleiri skólafélögum??? apríl... afdrifaríkt fyllerí, leiddi af sér allt heila IAESTE klabbið
maí... hélt ekki upp á afmælið mitt. Kosin í skemmtinefnd og IAESTE fulltrúi. júní... fór í eitt besta ferðalag sumarsins! THERMAL HILL je beibí je!!! júlí... mörg fleiri ferðalög, mikið IAESTEAST, mörg partý, leiðinlegur vinnutími ágúst... Big North og Danmerkurferð með 2 daga stoppi í sveitinni í millitíðinni, gæti ekki hafa verið betra! Kem heim frá útlandinu og megnið af fjölskyldunni er stungið af til Noregs...
september... Byrja að spila bandý. Nánast allir IAESTE farnir heim *grát*. Fjölskyldan kemur heim frá Noregi og fer til Kanada. Nýti tækifærið og held partý og annað og gott ef ekki þriðja? október... er "still on top of things" í skólanum, man ekki til að það hafi gerst áður? Byrja að slida niðrá við í lok mánaðarins. But on the plus side þá skora ég fyrsta alvöru markið mitt í bandý! nóvember... fatta að það er ekki nógu sniðugt að missa svona tökin á skólanum, prófkvíðinn tekur sér bólsetu í vinstri hendi... kosin forseti IAESTE á Íslandi! desember... prófin skella á. Prófkvíðinn tekur yfirhöndina í hægri hendinni líka... Jólin og áramótin mæta á svæðið hress að vanda!
Auðvitað er ég að sleppa fullt. Allir sem ég þekki áttu afmæli á árinu. Kynntist glás af nýju fólki. Skemmti mér rosalega vel nánast allar helgar. Þóttist vera í stjórn nörd, tókst svo vel að mér er meira að segja boðið á stjórnarfundi ;-) Fór í leikhús og á danssýningar alveg hægri vinstri. Stofnaði Bimbó öðru nafni Annar hver miðvikudagur og Barbie með félögunum. Og var almennt bara í ljómandi góðu skapi og hafði það gott!
Árið 2003:
Janúar... man ekkert hvað gerðist. febrúar... hvernig á maður að muna svona langt aftur í tímann? mars... svoldið óljóst, -kynntist ég ekki fleiri skólafélögum??? apríl... afdrifaríkt fyllerí, leiddi af sér allt heila IAESTE klabbið
maí... hélt ekki upp á afmælið mitt. Kosin í skemmtinefnd og IAESTE fulltrúi. júní... fór í eitt besta ferðalag sumarsins! THERMAL HILL je beibí je!!! júlí... mörg fleiri ferðalög, mikið IAESTEAST, mörg partý, leiðinlegur vinnutími ágúst... Big North og Danmerkurferð með 2 daga stoppi í sveitinni í millitíðinni, gæti ekki hafa verið betra! Kem heim frá útlandinu og megnið af fjölskyldunni er stungið af til Noregs...
september... Byrja að spila bandý. Nánast allir IAESTE farnir heim *grát*. Fjölskyldan kemur heim frá Noregi og fer til Kanada. Nýti tækifærið og held partý og annað og gott ef ekki þriðja? október... er "still on top of things" í skólanum, man ekki til að það hafi gerst áður? Byrja að slida niðrá við í lok mánaðarins. But on the plus side þá skora ég fyrsta alvöru markið mitt í bandý! nóvember... fatta að það er ekki nógu sniðugt að missa svona tökin á skólanum, prófkvíðinn tekur sér bólsetu í vinstri hendi... kosin forseti IAESTE á Íslandi! desember... prófin skella á. Prófkvíðinn tekur yfirhöndina í hægri hendinni líka... Jólin og áramótin mæta á svæðið hress að vanda!
Auðvitað er ég að sleppa fullt. Allir sem ég þekki áttu afmæli á árinu. Kynntist glás af nýju fólki. Skemmti mér rosalega vel nánast allar helgar. Þóttist vera í stjórn nörd, tókst svo vel að mér er meira að segja boðið á stjórnarfundi ;-) Fór í leikhús og á danssýningar alveg hægri vinstri. Stofnaði Bimbó öðru nafni Annar hver miðvikudagur og Barbie með félögunum. Og var almennt bara í ljómandi góðu skapi og hafði það gott!
Að snúa sólarhringnum við.
Takið eitt stykki venjulegan sólarhring. Hefjið snúninginn á að vakna á venjulegum tíma (í flestum tilfellum vel eftir hádegi). Látið daginn líða á eðlilegum hraða til kvölds. Drepið tímann eins og venjulega fram til klukkan 4 (eða þess tíma sem þið vakið yfirleitt til). Takið nú einn þátt af Coupling eða annarri gamanþáttaseríu með álíka löngum þáttum. Horfið á þáttinn og endurtakið 4 sinnum (helst með nýjum þætti í hvert skipti).
Nú ætti klukkan að vera um 6 að morgni. Stillið nú vekjaraklukku á 2 tíma svefn og (og þetta er mikilvægt) farið á fætur innan við klukkutíma frá því að hún hringir.
Nú þarf ekkert að gera nema lifa dag tvö af, eða í það minnsta fram yfir kvöldmat, fara að sofa á eðlilegum tíma (19:30-00:00 eftir smekk) og voila, sólarhringnum hefur verið viðsnúið!
Takið eitt stykki venjulegan sólarhring. Hefjið snúninginn á að vakna á venjulegum tíma (í flestum tilfellum vel eftir hádegi). Látið daginn líða á eðlilegum hraða til kvölds. Drepið tímann eins og venjulega fram til klukkan 4 (eða þess tíma sem þið vakið yfirleitt til). Takið nú einn þátt af Coupling eða annarri gamanþáttaseríu með álíka löngum þáttum. Horfið á þáttinn og endurtakið 4 sinnum (helst með nýjum þætti í hvert skipti).
Nú ætti klukkan að vera um 6 að morgni. Stillið nú vekjaraklukku á 2 tíma svefn og (og þetta er mikilvægt) farið á fætur innan við klukkutíma frá því að hún hringir.
Nú þarf ekkert að gera nema lifa dag tvö af, eða í það minnsta fram yfir kvöldmat, fara að sofa á eðlilegum tíma (19:30-00:00 eftir smekk) og voila, sólarhringnum hefur verið viðsnúið!
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)