mánudagur, desember 01, 2003

Ok, nú er mesta kæruleysiskasti annarinnar offically lokið! Nú er það bara harkan 6, ekkert múður, einn tveir einn tveir...

Verð samt að deila smá með ykkur...
Fyrst samt smá forsaga: á hádeginu í dag átti ég að skila ritgerð. Ég var, ótrúlegt en satt, ekki búin að skrifa hana í morgun og það sem verra er ekki í hádeginu heldur Forsagan búin

Einhverntíman eftir hádegi ákveð ég að fara útí VR og kaupa mér eitthvað að borða. Rökkvi var á leiðinni yfir svo við förum samferða. Skyndilega flýgur mér samt í hug að fá hann til að kenna mér að gera hringspark. Hann tekur náttúrulega vel í það, svo við förum að æfa okkur í hringspörkum niðrí kjallara þegar skyndilega kemur ekki kvisturinn labbandi niður tröppurnar.
Það væri svosem ekki í frásögur færandi nema fyrir þá staðreynd að kvisturinn er kennarinn sem ég átti að skila ritgerðinni til...

Í panikkasti stoppa ég hringsparkið mitt í miðjum hring og hleyp undir stigann og plastra mig uppvið hliðina á skápnum sem er þar (í þeirri von að ég sjáist ekki).

Þetta hefði alveg virkað og ekki verið neitt sérstaklega vandræðalegt ef [ritskoðað] hann Rökkvi hefði ekki sagt, alveg ótrúlega prakkaralegur og sekur á svipinn
"Hva! Ertu að leita að fólki sem hefur ekki skilað ritgerðum??"
Svo lýtur hann svona beint á felustaðinn minn!!!

Kvisturinn náttúrulega snýr sér við og sér mig eins og algjöran asna við hliðina á skápnum (þar sem það er ekki fræðilegur möguleiki á að ég hafi nokkurntíma haft hið minnsta erindi, nema hugsanlega til að fela mig).

*blót*

Engin ummæli: