miðvikudagur, desember 10, 2003

Arispari, alltaf góður© vakti mig til umhugsunar um að stundum líður yfir mann. Stundum gerist samt oftar í mínu tilviki en hjá mörgum öðrum og því langaði mig til að pósta hér smá sjúkdómsgreiningu á yfirliðstilhneygingu minni

Sjúkdómur: Yfirliðus Alltofoftus,
Hrjáir einkum fólk eins og Hildi með krullur og gleraugu. Sjúkdómurinn lýsir sér í tíðum yfirliðum við vissar (þekktar) aðstæður. Er sérstaklega hættulegur þeim sem einnig hrjást af hinum ólæknandi sjúkdómi Klaufus Hrakfallabálkus (eins og nota bene Hildur).

Frá sjónarhóli aðstandanda má segja að sjúkdómurinn sé afar lýjandi, þar sem stöðugt þarf að hlaupa til og grípa sjúklinginn svo hann slasi sig ekki þegar hann fellur til jarðar. Öflug lungu og kunnátta í blástursmeðferð og hjartahnoði er einnig til bóta.

En já, víkjum nú að eiginlegri sjúkdómsgreiningu.

Sjúklingur meiðir sig (mjög algengt meðal þeirra sem einnig hrjást af Klaufus Hrakfallabálkus sem vikið var að hér áðan). Dæmigert er til að mynda að hann detti niður stiga, af stólum, hlaupi á hurðir eða veggi, oft með höfuðið á undan. Við þetta verður til mikill sársauki sem taugarnar koma til skila upp í heilann. Þar með verður heilinn fyrir töluverðu álagi þar sem allur þessi sársauki þarfnast athygli samstundis.
Í þessu ástandi er töluverð hætta á árekstrum (e. conflicts) milli mismunandi sársaukaboða. Þessir árekstrar eiga þá til að leiða til svokallaðrar pattstöðu eða sjálfheldu (e. deadlock). Í þessu ástandi er heilinn í raun fastur, hann getur ekki komið með nýjar fyrirskipanir fyrr en hann hefur klárað að afgreiða sársaukaboðin en hann ræður ekki við að afgreiða þau.

Þegar hérna er komið við sögu er ljóst að sjúklingur er í djúpum skít. En sem betur fer hefur náttúran á sinni mörg þúsundára þróunarferli séð við þessu. Ljóst er nefninlega að heilinn þarf að flush-a kerfið og drepa sársaukaferlin.
Og náttúran hefur séð fyrir afar einfalda lausn, nefninlega að láta lungun þurfa boð frá heilanum til að anda. Þar sem heilinn getur ekki sent boðin þá geta lungun ekki móttekið þau og hætta þar af leiðandi tímabundið störfum.

Við þetta verður ákveðinn súrefnisskortur í heila sjúklings, og þar sem heilinn fúnkerar ekki án súrefnis þá slokknar á honum. Án heilans verður sjúklingur samstundis meðvitundarlaus (því meðvitundin býr í heilanum eins og allir vita).

Svo bíður heilinn bara í góðu tjilli eftir því að einhver (gjarnan sætur einhleypur læknir eða læknanemi) kveiki á sér aftur...

Engin ummæli: