þriðjudagur, september 30, 2003

Það var einu sinni kona sem var í jarðaför móður sinnar.
Í jarðaförinni hitti hún mann sem hún hafði ekki séð áður. Þessi maður var svo fallegur að konan hafði aldrei séð annað eins. Hún hélt varla vatni yfir þessum draumaprins og varð ástfangin upp fyrir haus. Hún komst þó aldrei til þess að fá hjá honum símanúmerið vegna anna í jarðaförinni.

Nokkrum dögum seinna drap konan systur sína.

Spurningin er: Hvers vegna drap hún systur sína?

sunnudagur, september 28, 2003

Hef uppgvötað að ég hef ekki minnstu löngun til að segja ykkur frá lífi mínu þessa stundina, svo ég segi bara lifið heil...

fimmtudagur, september 25, 2003

Tji tzjing!!! Ég er ekki klikkalingur! Vísindalega sannað!!! Til hamingju með það!!!

mánudagur, september 22, 2003

Googlaði truncate (af því að ég hef ekki hugmynd um hvað það þýðir) og þetta er svarið:
Having the apex cut off and replaced by a plane, especially one parallel to the base. Used of a cone or pyramid. 2a. Lacking one or more syllables, especially in the final foot; catalectic. b. Lacking an initial or final syllable. Used of a line of verse. 3. Truncate.

Spurningin er því hvernig í andskotanum getur þetta mögulega tengst Sprengjunni minni???

fimmtudagur, september 18, 2003

Hildur duglega tralalalalalala

þriðjudagur, september 16, 2003

Er hægt að sofa undir sig? Ég er ekki búin að sofa meira en 5 tíma á sólarhring síðan á föstudag, málið er bara að núna get ég ekki sofið út, glaðvaknaði til dæmis um 7 í morgun og gat ekki sofnað aftur (samt var ég með vekjaraklukkuna stillta á 10 því ég átti ekki að mæta í skólann fyrr en kl 11).

mánudagur, september 15, 2003

sunnudagur, september 14, 2003

skóli... dauði... skóli... dauði... hver er munurinn?

laugardagur, september 13, 2003

Gettu hvað!
Fyrir svona sirkabát viku síðan var ég að lesa gamlar færslur hjá mér (af því að ég hafði gjörsamlega ekkert að gera í skólanum... ehemm...) og ég komst að svolitið merkilegum hlut. Ég er ekki lengur skemmtileg!
Þetta kom náttúrulega frekar illa við mig þar sem alla jafna hef ég þá mynd af sjálfri mér að ég sé bara helvíti sniðug og skemmtileg í meiri hluta tilfella.
En nei ó nei, þarna áttaði ég mig á því að bloggið mitt hefur breyst í hrútleiðinlegt "Ég fór og gerði þetta blablabla" blogg.
Hvar eru veggirnir sem voru vanir að ráðast á mig með reglulegu millibili? Hvað er langt síðan ég datt síðast niður stiga? Hvar eru óhöppin, ég vil sjá blóð!!!

And give it to you I will...

Síðastliðinn föstudag var fyrsta bandýdæmið í íþróttahúsinu, ykkar einlæg mætti auðvitað full sjálfstraust (ekkert búin að læra á úrslitum bandýsins um daginn) og ætlaði bara að massa þetta.
Átta manns mættir, það er bara fínt, þrír í hvoru liði og tveir sem hvíla... og svo var spilað.

Mörkin dúndra á báða bóga, og lífið er ljúft.

Skyndilega sér Hildur þó hvar eigið mark er galopið og óvinurinn (í þessu tilviki Ari) á fleygiferð í áttina til þess rekjandi boltann á undan sér. Hildur stekkur náttúrulega strax í veg fyrir Ara og hleypur aftur á bak í átt að marki til að trufla hann. Það sem Hildur klikkaði samt á að taka með í reikninginn er að hún er ekkert alltof góð í að hlaupa venjulega, hvað þá afturábak. Enda vildi svo skemmtilega til að hún missti fótana, hlunkaðist á rassin, feykti markinu sjálfu eitthvert lengst út í buskann og kom í veg fyrir að óvinurinn (Ari) skoraði (enda markið ekki lengur á sínum stað þegar hann skaut)...

Nokkru síðar er Hildur í sakleysi sínu að gera ekki neitt þegar óvinurinn (Þorvaldur) dúndrar í átt að marki, Hildur sem er ekki með athyglina vakandi frekar en fyrri daginn tekst með snarræði og á ótrúlegan hátt að verja þetta þrumuskot með nefinu, já ég sagði NEFINU, -ekki alveg það sniðugasta...

Enn ekki löngu síðar eru Hildur og óvinurinn (núna er það Ella) að berjast um boltann þegar óvinurinn (aftur Ella) beitir allra lúalegasta braginu í bókinni, já hún laumaði kylfunni sinni undir lappirnar á mér svo að hægri fóturinn flaug í burtu og vinstra hnéð lenti í harkalegum slagsmálum við gólfið. Kannski óþarfi að taka fram að hnéð kom verr úr þeim slag en gólfið...

Nú er ég semsagt marin á rassinum, illt hnénu og meiði mig í nefinu þegar ég reyni að tyggja eitthvað hart eins og til dæmis gúmmíbirni...

þriðjudagur, september 09, 2003

Við stóðum okkur vel á bandýmóti nörda sem var bæ ðe vei opið fyrir alla háskólanema. Ég, Rúna, Ella og Steinunn töpuðum öllum leikjunum okkar 4, og skoruðum samtals úr þessum fjórum leikjum nákvæmlega NÚLL mörk... hefði mátt vera aðeins betra, við verðum búnar að æfa okkur fyrir næsta mót!!!

mánudagur, september 08, 2003

trampararampff...

föstudagur, september 05, 2003

Ég er svo öflug!! Fór í langa gönguferð með Þórunni í gær (alla leið heim til Eyrúnar, sem var ekki heima) og til baka heim til mín áður en ég fór í tvöfaldan jazzballetttíma... Ég var svo ánægð með mig að ég ákvað að fá mér STÓRA skál af ís með rjóma og kokkteilávöxtum *slurp* settist svo niður og horfði á auglýsingar og fréttir með skálina í annari og ísinn í hinni, þegar sex in the city byrjaði loksins var ísinn löngu búinn og ég ákvað bara að fara að sofa...

fimmtudagur, september 04, 2003

Hahaha ég var að skoða gömlu bloggin mín frá því í fyrra (þegar ég var skemmtileg) og ég bara verð að endurpósta þetta...



Tralala, missti af fyrsta tíma, en var búin að gleyma að hann féll niður... svo það var bara ágætt

mánudagur, september 01, 2003

Og nú er Alice farin :-(
Ætla samt að reyna hitta hana næsta sumar, svo það er ekki eintómt þunglyndi.

Annars var helgin erfið, fólk að fara heim og eitthvað að gerast á hverju kvöldi maður er eiginlega bara alveg búinn...
Fór í bláa lónið á laugardaginn og það var svo ógeðslega túristí að maður var að deyja, eiginlega bara eins og skítug sundlaug troðfull af útlendingum, ekki það að ég hafi neitt á móti því þannig séð. Þetta var bara svo gjörólíkt því að fara í desember í myrkrinu og kuldanum og verandi nánast einn í lóninu, það er æði. Þetta var í mesta lagi meðal...

Fór svo í keilu í gær það var bara brill, spiluðum tvo leiki af keilu og tvo af pool... alveg massagaman, ég var næst neðst í fyrsta leiknum, næst efst í öðrum og tapaði í bæði skiptin í pool... vil alveg endilega fá ykkur með mér í pool eða billjard við tækifæri. Who´s coming with me????