mánudagur, ágúst 25, 2003

Ohhh ég sakna vina minna :-( fariði ekki bráðum að koma heim/hætta á næturvöktum/hafa smá tíma fyrir mig???? *sjálfsvorkun*

Annars var helgin alveg massíf hjá mér! Og eiginlega bara merkilega vel heppnuð.

Fór til Unnar á föstudaginn, Ondrej downloadaði svona fuck the sheep leik þar sem maður á að ríða öllum rollunum á tíma áður en fjárhundurinn eða fjárhirðirinn nær manni. Mjög skemmtilegt. Fór svo heim um 11 þá var matarpartýið hjá mömmu og pabba komið í full swing, búið að draga fram gítarana og alles. Skrifaði nokkra geisladiska, söng nokkur lög og fór að sofa um 3.

Það var samt á laugardagsmorgun sem helgin byrjaði fyrir alvöru!!
Var mætt klukkan 10 niðrí Sumarhöll til að taka rútu (með IAESTE/IMSIC/AISEC) uppí Landmannalaugar, ég og Unnur vorum að skipuleggja þetta (af því að ég er alltaf svo ofurskipulögð). Höfðum reyndar fengið símtal frá rútubílstjóranum kvöldið áður um að hann yrði svona hálftíma of seinn. Við náttúrulega bara, alltílagi, við ráðum við það. Samt orðið of seint að senda út tilkynningu um það þar sem útlensku krakkarnir hafa flestir bara aðgang að tölvu á dagvinnutíma.

Semsagt ég var komin klukkan 10, rútan var aftur á móti ekki komin fyrr en hálf tólf!!! Svo við biðum og biðum og biðum og biðum... Við Unnur keyptum smá bakaríisdót handa liðinu því allir voru svoldið pisst yfir þessum seinagangi, svo við átum og biðum og biðum og biðum




Vorum komin upp í Landmannalaugar uppúr 3, þá var tjaldað, farið í gönguferð, grillað (uhmmmmm maturinn var svo góður, grísakótilettur og grillað grænmeti, allskonar paprikur, laukar, rauðlaukar ofl. og svo náttúrulega húkkulaði bananar í eftirmat *slurrrp*). Svo fóru allir þeir sem ekki eru heyglar í laugarnar þrátt fyrir að það væri komið kolniðamyrkur og kalt úti!!! Semsagt ekki heyglar eru ég (auðvitað), Burkhard (Þýskaland), Marthe (Þýskaland) og Dinu (Rúmenía), já og rútubílstjórinn.

Svo var bara farið inní tjald að lúlla, reyndar fékk mitt tjald (ég, Marthe og Burkhard) hláturskast, gjörsamlega gátum ekki hætt að hlæja að Dinu í næsta tjaldi, það var svo ólýsanlega fyndið að heyra hann kvarta yfir því að hann myndi deyja, eða fá lungnabólgu og deyja, og deyja af því að hann var ekki með neina dýnu (sem er ekki góð pæling á þessu tjaldstæði!). Reyndar voru Burkhard og Marthe ekki með neina dýnu heldur, en out of the goodness of my heart þá deildi ég mínum tveimur með þeim :-) Svo vorum við með hástemdar yfirlýsingar um hversu mjúkar dýnurnar okkar væru (sem þær voru ekki!) og aumingja Dinu hélt áfram að spá sér lungnabólgu og við gátum ekki hætt að hlæja...

Vöknuðum snemma, Dinu var enn á lífi, undarlegt en satt. Fékk afar furðulegt náttúrufyrirbrigði skýrt eftir mér, kallast "the HildurLas phenomenon" svoldið sérstakt, fyrst kom alveg rosalega staðbundin jarðskjálfti undir einu tjaldinu (Alice, Jasmina og Kerstin), svo kom alveg furðuleg vindhviða sem tók svona vinstri sveig og felldi tjaldið þeirra ofan á þær... Var bara með snarræði sem okkur Las tókst að bjarga hinum tjöldunum frá sömu örlögum, allt hið furðulegasta mál...



Síðan eftir að hafa komið tjaldinu upp aftur (bara af eintómri góðmennsku) þá borðuðum við morgunmat, og eftir það fóru sumir í gönguferð að elta Las um óbyggðirnar en aðrir (ég, Unnur, Jasmina, Alice og Marthe, já og rútubílstjórinn) fórum í klukkutíma útreiðartúr. Svo fóru allir í laugarnar og voru þar þartil við þurftum að fara uppúr til að aftjalda og pakka saman rétt fyrir fjögur.

Harðstjórarnir Unnur og Hildur ákváðu að bruna bara beint í bæinn með einu 10 mínútna stoppi á Selfossi (enda orðnar of seinar í mat til Ondrejs, híhí). Erum við ekki vondar??? Bætti það svo eiginlega upp með að skutla Alice, Jasminu, Dinu og Burkhard heim til sín (í Garðabæ og Grafarvog) áður en ég fór í mat til Ondrejs út á Seltjarnarnes (þetta var allt í leiðinni, alveg í leiðinni...).

Anyways, maturinn var góður, félagskapurinn var góður (Ondrej, Unnur, Las, Martin, Ýmir og Erla). Fékk reyndar hláturskast yfir matnum, gat ekki hætt, hreinlega emjaði af hlátri yfir engu... veit ekki alveg hvað fólk var að halda... biðst afsökunar...

En samt, alveg hreint brilljant helgi :-)


Engin ummæli: