miðvikudagur, ágúst 31, 2005

En ja, nog af klosett sogum i bili, og tho, verd bara ad benda ykkur a thetta skilti sem Eyrun tok mynd af inna badherbergi a gististadnum okkar...



Thar hafid thid thad!
ARRRGGG! Eg tholi ekki tolvur sem leyfa manni ekki ad gera rass i bala... og eru thar ad auki a japonsku svo madur gaeti varla gert nokkud thott madur vildi!! Er alveg ad sturlast herna, aetladi ad tekka a msn-inu, en nei, thad opnast ekki og thessi snilldarvel leyfir mer ekki ad opna taskmanagerinn, hvad tha meira og allt (gjorsamlega allt!) er a japonsku. Skyldi ekki hvernig eg atti ad logga mig inn a webmessengerinn... og eg nenni ekki ad fara setja mig ovart i auto sign inn i einhverri leigutolvu i Japan, bara thvi eg skyldi ekki hvad eg var ad gera....

En nog af pirri, tolum um eitthvad skemmtilegra eins og til daemis klosett. Ja, eg sagdi klosett! Klosettin herna i Japan eru nefninlega alveg kapituli utaf fyrir sig. Hefdi ykkur til daemis dottid i hug ad setja takka a klosettin til ad gera gervi pissuhljod? Svona hljomar eins og robot vaeri ad pissa i nidursududos, thad er oheyrilega gervilegt. En ja, allt til ad spara vatnid, kellingarnar voru nefninlega alltaf ad sturta nidur a medan thaer voru ad pissa til ad thad heyrdist ekkert i theim... Ja eda hefdi hvarflad ad ykkur ad setja bunu takka til ad skola a ser oaedriendann eftir losun? Hmmm, haegt ad velja a milli spreys eda bunu... Ja, eda nudd i klosettsetuna... eda jafnvel serstakan bleikan "kvenna"takka til ad skola adeins framar? Held ekki. Eina sem meikar sma sens i vestraenum eyrum minum er lyktareydandi takki, finnst thad samt sem adur frekar hallaerislegt...

þriðjudagur, ágúst 30, 2005

Tokyo Tokyo Tokyo!
Thad er sko gaman i Tokyo, ad visu er dynan i ruminu minu su lelegasta sem eg hef komist i taeri vid a aevinni. En ad odru leiti er frabaert :)

Herna kemur allavega sma ferdasaga (svo eg rugli ekki ollu thegar eg kem heim). Verdur samt sennilega ekkert skemmtileg thar sem eg er adallega ad koma thessu a blad til ad baeta vid seinna)

Vid allavega byrjudum a ad taka lengsta dag aevi minnar. Vaknadi klukkan 04:30 ad morgni 26. september og klaradi ad pakka, svo ut a flugvoll og i flug til London, 4 tima bid og 11,5 tima flug til Tokyo (=20 tima ferdalag) og min gat ekki sofnad nema i svona 5 tima (var sko of mikid ad horfa a lelegar biomyndir...). Eyrun tok a moti okkur a flugvellinu?, jeminn eini hvad thad var gott a sja hana!!! Svo var thad bara hradlestin til Tokyo (eg sver thad,?vid vorum einar i henni). Tha thurfti a finna skap sem gat hyst thessa massatosku mina (handfarangursstaerd) a medan vid faerum i sightseeing bus. Herna er natturulega OEDLILEGA HEITT, sem betur fer var skyjad og eg nogu gafud til ad fara ur peysunni og i stuttermabol adur en vid logdum i hann (klar er hun stelpan...). Eftir fullt af fleira stoffi forum vid ad sofa, sennilega svona um 11 leytid ad kvoldi thess 27. september (DAGINN EFTIR!!! -erfitt lif ekki satt...)

A sunnudaginn forum vid ad skoda frikin i Harajuku (girlies thid saud thau i americans next top model) nema hvad thau voru i einhverju frii thvi thad var einhver Hop-fjolskyldu-samfelags-donsum-saman-og-verum-kjanaleg samkeppni med milljon thatttakendum og skrilljon ahorfendum. Saum samt 3 drag kalla i blundukjolum (naestum, eiginlega alveg, nanast vissar um ad thetta voru kallar, vaeru annars asnalegustu gellur sem eg hef a aevi minni sed!!!)

Uja uja! Ma ekki gleyma ad eg for i sokkabud a Takudori??? gotunni, og keypti hatt i 20 por af sokkum! Nema hvad thad vantar eiginlega alltaf einhvern but af sokkunum ur... thetta er til daemis sokkapar an haela, eda haelstykki, eda ristarband, eda legghlifar... alveg yndisleg bud. Min aetlar sko deffo ad reyna ad komast aftur (verd eiginlega ad athuga hvort eg get ekki tekid myndir af thessum sokkum og smellt herna inn, their eru nefninlega eiginlega of fyndnir).

sunnudagur, ágúst 28, 2005

Eg er i Japan, nananananana :p Blogga kannski eitthvad a blog.duogate.jp/eyrunx eda kannski ekki ;)

Sjaumst

fimmtudagur, ágúst 18, 2005

Skyndihugdettur er snilld.

Ákvað að fara til Póllands, nýja planið mitt gerir ráð fyrir að ég fari til Japan, sé á miðri leið heim (í London) og í staðinn fyrir að fara á fallega sætinu mínu hjá Icelandair heim þá haska ég mér í næsta flug sem er til Varsár í Póllandi. Lendi þar seint á föstudagskvöldi, tékki mig inn á mega 5 stjörnu Radison SAS hótel, vakna daginn eftir og Póllandast eitthvað, árshátíðin hjá vinnunni um kvöldið, Póllandast eitthvað á sunnudeginu og fer svo heim með þeim.

Það eina sem er ekki frágengið er að ég komist heim og eigi pantað á hótelinu, en það reddast...

þriðjudagur, ágúst 16, 2005

10 dagar, mín bara orðin nokkuð spennt! Japan rétt handan við hornið og verður stöðugt óraunverulegra. Kannski svoldið fjarstæðukennt en því nær sem dregur að ferðinni þeim mun ólíklegra finnst mér að ég sé að fara. Ekki það að ég sé eitthvað að hætta við, langt því frá, bara eitthvað svo hæpið að litla ég sé að fara til Asíu, nánar tiltekið Japan.

Fyrsta ferðalagið sem við Þórunn leggjumst í, samt höfum við verið frábærar vinkonur (og ferðalagskellingar) síðan sumarið áður en við byrjuðum í 6 ára bekk, sem gera 18 ár.
Já sumarið '87 var gott sumar, kynntist Ingibjörgu Ösp og Þórunni, það er ekki á hverju ári sem maður kynnist tveimur svo frábærum vinum, að ógleymdum Nínu og Mörtu (einmitt sama sumar). Enda má eiginlega segja að ég hafi ekki eignast fleiri ævivini fyrr en í Menntaskóla og Háskóla.

Magnaður andskoti.

mánudagur, ágúst 15, 2005

Íslendingur og Þjóðverji að tala saman um Kúpverja á ensku:

ísl: and they are going to Cuba for the wedding
þjóðv: he isn´t a... uhmm.. Cube? is he?
ísl: cube?
þjóv: cube, cupid, cupan, you know... from Cuba?

alvöru samtal... mega fyndið

miðvikudagur, ágúst 10, 2005

Finnst engum dónalegt að telja niður dagana þangað til maður fer til útlanda fyrir framan fólkið sem maður er með allan daginn? Eins og til dæmis á MSN... mér finnst það alltí einu eitthvað svo óviðeigandi, eins og ég sé að segja "ég get ekki beðið eftir að losna frá ykkur"

Eða er ég kannski bara sissí?

Hvað um það, 16 dagar and I´m gone, föstudagurinn í þar næstu viku nánar tiltekið.

þriðjudagur, ágúst 09, 2005



Úr vinnuferð í Þórsmörk, tekið af myndasíðunni hans Finns
Note to self: Það að standa inní hvítmáluðu herbergi, veggi loft og gólf, veldur sturlun. Veggirnir byrja að bylgjast þegar augað reynir að meta fjarlægðina og manni finnst maður vera að detta.

This I know because: ég málaði geymsluna hvíta um helgina...

mánudagur, ágúst 08, 2005

Eftirfarandi samtal átti sér stað í biðröð fyrir utan ónefndan skemmtistað hér í bæ um helgina

Dyravörður: Hvað eruð þið margar?
Stelpa (ein af mörgum): Níu, við erum níu
Dyravörður: Og viljiði fara allar 9 inn í einu?
Stelpa: já, allar 9 saman, eða sko við getum líka alveg farið 4 og 4
Einu sinni íhugaði ég að stofna nýtt blogg eingöngu undir strætó ævintýri mín, enda voru þau orðin ansi mörg og skrautleg á tímabili.

Sjáiði þið annars ekki fyrir ykkur að strætó stoppi útá miðri götu, hvergi stoppistöð í augsýn. Vagnstjórinn rjúki útúr bílnum og hlaupi á harðaspretti eins blá elding í burtu frá strætónum án þess að segja aukatekið orð.
Farþegarnir sitja sem steinrunnir, ekki múkk frá nokkrum þeirra, bara ég sem velti því fyrir mér hvort maður ætti að taka á rás í hina áttina.

- Hvað veit hann sem ég veit ekki? -

Tíu mínútum seinna sit ég ennþá á sama stað í strætó, ennþá hefur ekki heyrst eitt aukatekið orð frá hinum farþegunum (tja... og svosem ekki mér heldur), þegar vagnstjórinn kemur skokkandi til baka. Án skýringa sest hann bakvið stýrið, lokar dyrunum og keyrir af stað. Í þögninni.

Veit ekki hvað honum gekk til. En reynið núna að ímynda ykkur að þetta hefði verið í London en ekki Árbænum...



Annars var þetta engan vegin það sem ég ætlaði að skrifa. Ég ætlaði að deila með ykkur dramatískri lífsreynslu frá því á laugardaginn.

Mín fór hamingjusöm niðrí bæ til að skrúðgangast og vera "Gay for a day" eins og einhver orðaði það. Nema hvað á leiðinni heim um 6 leytið skoppa ég uppí strætó í Ártúninu (eða nánar tiltekið næstum undir Höfðabakkabrúnni).
Borga mitt fargjald og eins og mín er von og vísa hlamma ég mér beint í næsta lausa sæti. Við það kemur eitthvað fát á manninn hinu meginn við ganginn sem segir svo eins og það sé eðlilegasti hlutur í heimi "Ég myndi ekki setjast þarna, það var kona að pissa í sætið núna áðan"

Það var á því augnabliki sem ég ákvað að taka bílakaup til alvarlegrar athugunar

föstudagur, ágúst 05, 2005

Hversu eðlilegt er það að gera sömu mistökin aftur og aftur og aftur?
Í síðasta mánuði var mötuneytið í vinnunni í fríi og ég þurfti því iðulega að labba útí Smáralind að leyta mér matar (nema þegar ég fékk far, þá bílaði ég). Nema hvað, þrisvar sinnum (á 4 dögum) tókst mér að detta oní sömu holuna.
Það var ekki fyrr en ég breytti gönguleiðinni sem mér tókst að forðast þessa holuskömm!